Um Ólaf

10414645_10152448731087002_9219142656171275828_n

Ólafur Hannesson, kenndur við Hraun í Ölfusi, fæddist þann 23. júlí árið 1985. Hann bjó fyrstu árin í Þorlákshöfn en flutti við fimm ára aldur á Hraun í Ölfusi, þar sem hann ólst svo upp. Foreldrar Ólafs eru Hannes Sigurðsson, fæddur og uppalinn í Stóru Sandvík í Sandvíkurhreppi, og Þórhildur Ólafsdóttir, fædd og uppalin á Hrauni í Ölfusi. Þau eiga einnig dóttir, Katrínu Ósk Hannesdóttir og er hún gift Smára Birni Smárasyni. Saman eiga þau þrjár dætur, Hildi Ósk, Hönnu Birnu og Helgu Katrínu.

Ólafur upplifði þau forréttindi að fá að alast upp í sveit og læra margar lífslexíur sem öllum er hollt að læra, þar á meðal mikilvægi vinnu og virðingu fyrir dýrum. Hann vann á sumrin í sveitinni og með skólanum á veturnar, fyrst við að aðstoða Ólaf afa sinn og kaupamennina og síðar sem kaupamaður sjálfur. Þarna aflaði hann sér dýrmæta reynslu sem seint verða metin til fulls.

Ólafur gekk í Grunnskóla Þorlákshafnar og tók þar virkan þátt í félagslífinu. Var hann í skólalúðrasveitinni, gekk svo síðar í Lúðrasveit Þorlákshafnar, um tíma þar sem hann spilaði á slagverk. Ólafur var kjörinn varaformaður og síðar formaður nemendaráðs Grunnskóla Þorlákshafnar. Meðfram grunnskóla og fyrstu ár framhaldsskólanáms var Ólafur nemandi við tónlistaskóla Árnesinga og lagði stund á slagverk.

Að loknu námi í Grunnskóla Þorlákshafnar fór Ólafur í nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSU) á félagsfræðibraut. Þar skráði hann sig í skólakórinn þar sem hann var í 3 ár og gengdi meðal annars stöðu formanns kórsins. Í FSU tók hann einnig þátt í uppsetningu á nokkrum leikverkum með leikfélagi skólans, m.a. Músagildruna eftir Agöthu Christie. Ólafur Útskrifaðist frá FSU árið 2005 með viðurkenningu fyrir þátttöku sína í félagsstörfum.

 Að loknu námi í FSU fór Ólafur í háskólanám þar sem hann reyndi fyrir sér í laganámi, var m.a. trúnaðarmaður 1. árs laganema við Háskólann í Reykjavík, en fann sig ekki í því námi. Hann tók sér þá leyfi frá námi áður en hann ákvað að fara í Háskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist með BA gráðu í stjórnmálafræði árið 2012.

Árið 2003 hóf fjölskyldan rekstur á veitingastaðnum Hafið Bláa við ósa Ölfusá, meðfram námi byrjaði Ólafur í uppvaskinu og aðstoðaði við eldhússtörfin, fljótlega fór hann að starfa sem aðstoðarkokkur og að lokum var Ólafur orðinn kokkur á staðnum og starfaði sem slíkur í nokkurn tíma.

Árið 2008 hóf þátturinn Óli á Hrauni göngu sína á sjónvarpstöðinni ÍNN undir stjórn Ólafs. Þetta var spjallþáttur þar sem hann fékk til sín gesti úr ýmsum áttum og voru þar á meðal ráðherrar, þingmenn, fulltrúar hagsmunaðila, fólk úr skemmtanaiðnaðinum og öðrum sviðum. Málefnasvið þáttarins var vítt en snerist að mestu um þjóðmálaumræðuna á hverjum tíma.Framleiddar voru þrjár þáttaraðir og hætti Ólafur með þáttinn árið 2010.

Fjölskylda Ólafs hefur rekið sjávarútvegsfyrirtæki um margra ára skeið og hefur hann því meðfram öðru unnið og tengst fyrirtækinu á meðan hann ólst upp. Þegar Ólafur var í háskólanáminu starfaði hann meðal annars á skrifstofu fyrirtækisins við hin ýmsu störf og tók síðar við sem sölu- og útflutningsstjóri fyrirtækisins. árið 2013 hóf Ólafur störf sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og starfar sem slíkur í dag.

Ólafur var varabæjarfulltrúi fyrir hönd sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Ölfus 2012 – 2014 og situr nú í fræðslunefnd sveitarfélagsins kjörtímabilið 2014 – 2018.

Eins og hér hefur verið nefnt þá hefur Ólafur í gegnum tíðina tekið þátt í hinum ýmsu félagsstörfum og tekið að sér ýmis trúnaðarstörf fyrir þann félagsskap sem hann er í. Hér má sjá frekari dæmi um félagsstörf Ólafs:

leikari í uppfærslu Leikfélags Ölfuss á leiksýningunni Blúndur og Blásýra árið 2009,
Seta í stjórn og framkvæmdastjórn Heimssýnar.
Stjórnarmaður og fjölmiðlafulltrúi, síðar varaformaður, Ísafold – félags ungs fólks gegn ESB aðild
Gjaldkeri Félags Íhaldsmanna,
Varaformaður Sjálfstæðisfélagsins Ægis í Ölfusi
Stjórnarmaður í Sambandi Ungra Sjálfstæðismanna (SUS)
Formaður Kjördæmissamtaka Ungra Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi (KUSS)
Ritari hjá Útvegsmannafélagi Þorlákshafnar
Varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarfélaginu Ölfusi

Meðal starfa sem Ólafur hefur unnið við:

Kaupamaður í sveit
Rekstur á lítilli færanlegri sjoppu á unglingsárum
Almenn fiskvinnslustörf á yngri árum
kokkur auk annarra starfa á veitingastaðnum Hafið Bláa
Þáttastjórnandi á þættinum Óli á Hrauni
Sölu- og útflutningsstjóri, síðar framkvæmdastjóri, Hafnarnes VER hf